SAMSKÓLAVAL

Stafræn teikning og vinnsla fyrir 8.-10. bekk


Stafræn teikning og vinnsla fyrir 8.-10. bekk

Helstu áhersluatriði:

Námskeiðinu er skipt upp í tvo megin þætti, stafræna teikningu og mögulegar útfærslur.

Stafræn teikning

Nemendur læra undirstöðuatriðin í stafrænni teikningu. Farið verður í að minnsta kosti þrjú stafræn teikniforrit, Procreate, Adobe Draw og SketchBook. Nemendur læra grunnþætti forritanna þriggja en geta síðan valið hvaða forrit þeir vinna á í framhaldinu, allt eftir því hvaða forrit hentar þeim.

Mögulegar útfærslur

Nemendur geta aukið við þekkingu sína og unnið í öðrum forritum ef þeir treysta sér til og þá ávallt með teikningu að leiðarljósi. Til dæmi er boðið upp á Green Screen vinnu, Stop Motion vinnu, hreyfimyndagerð og álíka.

Námsmat og uppbygging kennslu: Kennslan byggist upp á minni verkefnum frá kennara þar sem nemendur læra á forritin. Í lok annar vinna nemendur frjálst lokaverk þar sem þeir sýna fram á þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér. Nemendur útbúa ferilbók þar sem þeir skrásetja allt ferlið frá kveikju að lokaverki.

Kennt í Giljaskóla, st. 215 á þriðjudögum á haustönn og vorönn.