SAMSKÓLAVAL

Heimspeki fyrir 8. – 10. bekk

Heimspeki fyrir 8. – 10. bekk

Heimspekitímarnir byggja á samræðum um lífið og tilveruna. Helstu markmiðin eru að þjálfa nemendur í heimspekilegri samræðu og efla með þeim gagnrýna hugsun. Fjallað verður um hvað heimspeki er og hver eru helstu viðfangsefni hennar. Aðallega verður notast við efni sem sótt er á ýmsa vefi um heimsspeki með börnum og unglingum til að kveikja umræður og kynna þau vinnubrögð sem notuð eru. Ýmis siðferðileg álitamál verða rædd og hver og einn skoðar hvers konar manneskja hann vill verða. Einnig verður fjallað um nokkra af þekktustu heimspekingum sögunnar og kenningar þeirra.

Lögð er áhersla á að nemendur taki þátt í umræðunum og myndi sér skoðanir sem þeir eru tilbúnir til að rökstyðja. Einnig að nemendur hlusti hver á annan og temji sér kurteisi þrátt fyrir skoðanaágreining.

Námsmat: Frammistaða í tímum og þátttaka í umræðum.

Kennt í Síðuskóla á mánudögum á haustönn