SAMSKÓLAVAL

Leikjaforritun 8. - 10. bekk

Leikjaforritun 8. - 10. bekk

Í valgreininni læra nemendur að þróa sinn eigin tölvuleik í Godot leikjavélinni, með forritunarmálinu GDScript sem er afbrigði af Python. Kennd verða grunnatriði í forritun og með því að búa til einfaldan 2D leik, svipaðan Super Mario Bros, frá grunni. Ekki er er gerð krafa um neina sérstaka kunnáttu til að taka þátt.

Lokamarkmið eru að:

  • Nemendur skilji mikilvægi góðra skilgreininga á hugmynd og verkefni.

  • Nemendur læri grunnatriði í forritun.

  • Nemendur hugsar lausnamiðað

  • Nemendur virkja hugmyndaflugið við verkefnavinnu.

  • Nemendur geta unnið sjálfstætt og í hóp þar sem virðing og jákvæð samskipti einkenna ákvarðanatöku

Námsmat:

Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina.

Valgreinin er kennd á mánudögum (mið og fös líka möguleiki) í Síðuskóla á vorönn.