Bakstur – fyrir 8., 9. og 10. bekk.


Bakstur – fyrir 8., 9. og 10. bekk.

Markmið: Að auka þekkingu og leikni í heimilisstörfum, efla sjálfstæði, samstarfsvilja og samábyrgð. Kenna undirstöðuatriði næringar- og matvælafræði. Leggja áherslu á góðar umgengnisvenjur og borðsiði. Að vekja athygli nemenda á miklivægi hreinlætis almennt.

Lögð er áhersla á að æfa mismunandi bakstursaðferðir s.s. þeytt, hrært og hnoðað deig. Unnið með mismunandi lyftiefni, ólífræn og lífræn. Gerðar verða tertur, formkökur, smábrauð og matarbrauð. Nemendur gera ,,fínni tertur“ og einnig hefðbundið ,,hversdagsbrauð“ og kökur.

Ýmsu fræðilegu efni sem tengist matargerð og heimilishaldi er fléttað inn í verklegu tímana.

Nemendur í valhópum taka að sér bakstur vegna skemmtana í tengslum við fjáraflanir nemenda og annarra viðburða á vegum skólans.

Námsefni: Bakstursbækur, matreiðslubækur, fjölbreytt efni af netinu og úr ýmsum bókum. Nýtt námsefni: Næring og lífshættir – heimilisfræði fyrir unglingastig.

Kennsluaðferðir: Einstaklingskennsla, hópkennsla og samvinnukennsla, fer eftir verkefnum hverju sinni.

Námsmat: Símat, byggt á vinnubrögðum, ástundun, áhuga, frumkvæði og virkni nemandans í tímum. Einnig er stuðst við sjálfsmat og jafningjamat.

Kennt verður í þrjár kennslustundir í senn í stað tveggja og því lýkur greininni fyrr á önninni sem því nemur.

Kennari: Anna Guðný Sigurgeirsdóttir – stofa 119