SAMSKÓLAVAL

Handverk og hönnun fyrir 8. - 10. bekk

Handverk og hönnun fyrir 8. - 10. bekk

Í þessari valgrein gefst nemendum tækifæri bæði til að endurnýta gamla hluti og einnig að skapa frá grunni. Unnið verður með hugmyndir af Pinterest - diy. Farið verður í Fjölsmiðjuna og /eða Hertex til að athuga með hluti til að gera upp eða endurnýta. Nemendur geta líka komið með verkefni að heiman. Fyrsta kennslustundin fer í hugmyndavinnu og samræður en eftir það þurfa nemendur að hafa mótaðar hugmyndir um verkefni þannig að þeir séu ekki verkefnalausir í kennslustundum.

Námsmat byggir á ástundun, mætingum og vinnusemi.

Kennt verður í Oddeyrarskóla á miðvikudögum á vorönn