SAMSKÓLAVAL

Rafíþróttir fyrir 8. - 10. bekk


Rafíþróttir fyrir 8. - 10. bekk

Rafíþróttadeild Þórs vill hjálpa þeim sem stunda rafíþróttir að ná sem bestum árangri með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum, og hjálpa spilurum að komast í fremstu röð í þeim tölvuleik sem þeir spila. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara sem vilja koma saman og bæta sig. Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara.

Markmið: Að bjóða upp á skipulagt starf fyrir unglinga þar sem þau geta stundað rafíþróttir undir handleiðslu þjálfara og stuðla að jákvæðri tölvuupplifun. Að hjálpa iðkendum að hugsa vel um líkama og sál með hreyfingu/æfingum, að efla félagslegan og siðferðilegan þroska. Að iðkendur læri undirstöðuatriðin í þeim leik sem þeir æfa og hafi ánægju af rafíþróttum. Að efla félagsfærni og valdefla þau sem eru mikið ein heima að spila.

Valgreinin er kennd í Þórsstúkunni á fimmtudögum kl. 14.