Innflúensufaraldur
Vatnsendaskóli hefur sett sér viðbragðsáætlun um skipulag og stjórn aðgerða í skólanum í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið áætlunarinnar miða að því að lágmarka áhrif inflúensufaraldurs og afleiðingar hans innan skólans.
Eftirfarandi gildir almennt um inflúensufaraldur.
Helstu leiðir til að draga úr smiti:
Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu, er honum ráðlagt að halda sig heima í tvo daga eftir að hann er orðinn hitalaus.
Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á www.influensa.is
Heimsfaraldur
Vatnsendaskóli vinnur eftir áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsfaraldri. Sjá nánar hér.
ÓVISSUSTIG
Allir fræðsluaðilar geri viðbragðsáætlun sem tekur mið af aðstæðum fræðsluaðila. Skólastjóri eða forstöðumaður er ábyrgur fyrir áætluninni en getur falið öðru starfsfólki gerð hennar. Yfirfara allar boðleiðir og gera áætlun um hvernig nýta megi sem best upplýsingamiðlun fræðsluaðila svo sem símasvörun, tölvupóst, nettengd kennslukerfi, vefsíðu og samskiptamiðla. Stjórnendur fái heilbrigðismenntaðan starfsmann til að vinna með fræðsluaðila að undirbúningi. Kortleggja tengsl fræðsluaðila við aðrar almannavarnaráætlanir í sveitarfélaginu og tryggja samræmi þar á milli.
HÆTTUSTIG
Gera birgðaáætlun um sóttvarnabúnað fræðsluaðila (grímur, hanskar o.fl.) og tryggja nægar birgðir. Gera verklagsreglur um ræstingar með tilliti til sóttvarna. Gera verklagsreglur um viðbrögð við veikindum nemenda og starfsfólks í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda og almannavarna. Gera áætlun um öryggi fasteigna og búnaðar, komi til lokunar. Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda. Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.
NEYÐARSTIG
Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er. Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana. Skipuleggja hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi. Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda. Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.