Það þýðir að nemendur:
sýna hver öðrum og starfsfólki virðingu, kurteisi og tillitssemi.
fara eftir fyrirmælum starfsmanna skólans.
sitja með öryggisbelti spennt á meðan íþrótta- og sundrúta er á ferð.
eru á skólalóðinni á skólatíma nema með sérstöku leyfi kennara eða annarra starfsmanna skólans.
nota hvorki reiðhjól, vespur, rafhjól, línuskauta, hjólaskó, hjólabretti né hlaupahjól á skólalóðinni á skólatíma.
Það þýðir að nemendur:
mæta stundvíslega í allar kennslustundir.
ganga um ganga skólans og eru ekki með háreysti á ferðum sínum um skólann, í matsal eða kennslustofum.
ganga vel og snyrtilega um húsnæði skólans og eigur hans, svo sem bækur, spjaldtölvur og önnur kennslugögn, kennsluáhöld og húsgögn.
fara í röð fyrir framan íþrótta- og sundrútu áður en þeim er hleypt inn í hana.
fylgja fyrirmælum starfsfólks varðandi notkun GSM síma, snjallúra og spjaldtölva á skólatíma.
Það þýðir að nemendur:
neyta hvorki gosdrykkja/orkudrykkja né nokkurs sælgætis á skólatíma
nota hvorki tóbak né rafsígarettur á skólatíma og á skólalóð eða aðra vímugjafa. Sömu reglur gilda um allt tómstundastarf, skemmtanir og ferðir á vegum skólans.
Spjaldtölvan er fyrst og fremst námstæki sem á að nota í skólanum undir stjórn kennara.
Spjaldtölvan á alltaf að vera í hulstrinu.
Myndatökur og myndbirtingar eru háðar samþykki.
Ekki er heimilt að nýta spjaldtölvuna til að taka upp eða deila efni í leyfisleysi.
Gæta þess að fara vel með tækið og sýna ábyrgð í notkun þess.
Tónlist = heyrnartól.
Viðbrögð við brotum á reglum um spjaldtölvur
Við fyrsta brot er nemanda gefinn viðvörun.
Við annað brot er gefinn punktur í Mentor.
Við endurtekin brot er sendur póstur til foreldra (eftir 5 punkta sendir kennari póst heim)
Við síendurtekin brot er nemandi boðaður á fund ásamt foreldrum og skólastjórnendum.
Geti nemandi ekki farið eftir reglum þá skal spjaldið geymt á vegum skólans þar til annað er ákveðið.
Nemendum skólans er heimilt að vera með símtæki í skólanum fari þeir eftir eftirfarandi reglum. Þeir sem ekki treysta sér til að fara eftir reglunum er óheimilt að vera með símtæki í skólanum.
Símtæki eru á ábyrgð nemenda í skólanum. Tjón vegna þjófnaðar eða skemmda verður ekki bætt af hálfu skólans.
Í skólanum er öll notkun símtækja bönnuð nema með leyfi kennara.
Ekki er heimilt að nýta símtæki til að taka upp eða dreifa efni úr skólastarfinu.
Verði nemandi uppvís að óheimilli notkun símtækja í skólanum skal hann samstundis ganga frá tæki í skólatösku. Kennari skráir atvik í Mentor.
Við alvarleg eða ítrekuð brot er nemanda vísað til skólastjórnenda og foreldrum tilkynnt um atvik.
Kennari ræðir við nemanda og bendir honum á hvað hann hefur gert rangt og spyr nemandann um sitt hlutverk og hvort hann geti bætt fyrir brot sitt.
Stjórnendur eru kallaðir til þegar nemendur láta ekki segjast eftir samtal við kennara.
Tilkynnt er um brot sem send eru til skólastjórnenda til forráðamanna með símtali.
Mál eru skráð í dagbók nemanda í Mentor að undangengnu símtali.
Vatnsendaskóli | Funahvarf 2, 203 Kópavogur, | Sími 441-4000 | Netfang: vatnsendaskoli@kopavogur.is | Skólastjóri: María Jónsdóttir