Rýmingaráætlun er til í hverri kennslustofu.
Brunaæfingar eru haldnar tvisvar á ári og þá er húsið rýmt. Rýmingaráætlun er kynnt á kennarafundi að hausti og farið yfir hvernig henni verður hagað yfir veturinn.
Fyrri æfingin er að hausti og er auglýst því þá er verið að æfa nemendur í að fara í röð og fara á sinn stað úti. Þá er tekinn tími til að kanna hversu fljótir nemendur eru að tæma skólann. Seinni æfingin er eftir áramót og er sú æfing óundirbúin. Á næsta kennarafundi eftir æfingarnar er farið yfir það sem gekk vel og hvað betur mátti fara.