Gott samstarf heimila og skóla er ein af forsendum góðs skólastarfs og stuðlar að ánægju og vellíðan nemenda. Til þess að samskipti verði góð og árangursrík þurfa allir starfsmenn skólans og foreldrar að leggja sitt af mörkum. Foreldrar og forráðamenn bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Skólinn aðstoðar þá í uppeldishlutverkinu og skapar menntunartækifæri. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna. Öll þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg. Má þar nefna virka þátttöku í foreldrafélagi og bekkjarstarfi. Ýmsir þættir í hinu daglega skólastarfi snúa beint að foreldrum og er ekki síður mikilvægt að þeir séu virkir þátttakendur í þeim hluta t.d. með því að fylgjast með heimanámi barna sinna, mæta á fundi s.s. námsefniskynningar og bekkjarkvöld, aðstoða í ferðum og koma með innlegg í kennsluna þegar það á við, t.d. hvað varðar kynningar á starfsgreinum. Skólinn er ávallt opinn foreldrum og forráðamönnum hvenær sem er.
Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann. Gott samstarf heimila og skóla leggur grunn að farsælli skólagöngu nemenda. Hefðbundin nemenda- og foreldraviðtöl eru tvisvar yfir skólaárið, í nóvember og janúar/mars, en kennarar boða foreldra til viðtala að auki ef þurfa þykir.
Á heimasíðu skólans, http://www.vatnsendaskoli.is er miðlað því helsta sem er á döfinni hverju sinni og þar er einnig að finna upplýsingar um skipulag skólaársins. Vatnsendaskóli er með facebooksíðu https://www.facebook.com/Vatnsendaskoli/ sem einnig er nýtt til upplýsingagjafar.
Kennarar senda foreldrum vikupóst í hverri viku í gegnum Mentor þar sem fram kemur hvað gert hefur verið í skólanum s.l. viku og hvað er á döfinni þá næstu