Stefna Vatnsendaskóla er að gera nemendur færari að taka eigin ákvarðanir á ábyrgan hátt og vera besta útgáfan á sjálfum sér. Forvarnaráætlun skólans er unnin með það markmið að forvarnir geti komið í veg fyrir óæskilegan lífstíl og stuðli að öryggi nemenda í sínu daglega lífi. Til þess að ná þessum markmiðum stendur skólinn fyrir forvarnarfræðslu fyrir nemendur, starfsmenn og foreldra. Forvarnir eru einnig samþættar við aðrar námsgreinar.
Yngsta stig:
Markmið forvarna eru að nemendur: • Tileinki sér heilbrigða lífshætti • Styrki jákvæða sjálfsmynd • Eflist í að bera ábyrgð á sjálfum sér og hvernig þeir koma fram við aðra • Átti sig á því að í umhverfinu eru margvísleg áreiti bæði jákvæð og neikvæð sem geta haft áhrif á líf þeirra • Tileinki sér helstu umferðarreglur og umferðarmerki
Viðfangsefni: • Skóla- og bekkjarreglur • Uppeldi til ábyrgðar • Verkfærakista KVAN • Jákvæð samskipti • Umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur • Eineltisfræðsla- ganga gegn einelti 8.nóvember • Blár apríl – einhverfa • Umferðarfræðsla- hjálmar frá KIWANS
Miðstig:
Markmið forvarna eru að nemendur: • Styrki jákvæða sjálfsímynd • Beri virðingu fyrir sér og öðrum og virði réttindi og skyldur í samfélaginu og í skólanum • Átti sig á því að líkamleg og andleg vellíðan byggist á heilbrigðum lífsvenjum • Þjálfist í því að vega og meta ólíka kosti með gagnrýnu hugarfari • Geti greint jákvæðan áróður frá neikvæðum • Standist neikvæðan þrýsting frá jafningjum og gagnvart áróðri umhverfisins. • Viti af hættum neyslu tóbaks, áfengis og annarra ávanabindandi efna • Þekki helstu atriði slysavarna og viðbragða við slysum • Tileinki sér helstu umferðarreglur og þekki umferðarmerki
Viðfangsefni: • Jákvæð samskipti • Heilbrigðir lifnaðarhættir • Tóbaksvarnir • Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum • Umferðarfræðsla • Slysavarnir • Einelti-gengið gegn einelti 8.nóvember • Blár apríl- einelti
Elsta stig:
Markmið forvarna eru að nemendur: • styrki jákvæða sjálfsímynd • tileinki sér jákvæð samskipti • viti af hættum við notkun ávana- og fíkniefna. • Verði færir um að beita gagnrýnni hugsun í samskiptum, skapandi starfi og setja sér markmið og taka ákvarðanir • Tileinki sér holla neysluhætti og svefnvenjur • Læri að vega og meta áhrif fyrirmynda og staðalímynda í mótun eigin sjálfsmyndar og lífsstíls • Læri ábyrga netnotkun og þekki helstu einkenni net- og tölvufíknar • Tileinki sér helstu umferðarreglur.
Viðfangsefni: • Jákvæð samskipti • Kynfræðsla og kynlífsfræðsla • Einelti-gengið gegn einelti 8.nóvember • Geðsjúkdómar • Áfengis- og vímuefnafræðsla • Skyndihjálp • Tilfinningar og tilfinningalæsi • Stafræn borgaravitund • Fordómar • Blár apríl- einelti • Jafningjafræðsla- Marita • Umferðafræðsla