Áfallaáætlun Vatnsendaskóla, í henni má finna upplýsingar um meðlimi áfallráðs og hlutverk þess, einnig eru settar fram skilgreiningar á áföllum ásamt verkferlum til viðmiðunar ef áföll verða. Áfallaáætlun Vatnsendaskóla var síðast endurskoðuð í apríl 2016.
Í áfallaráði er hópur af starfsfólki skólans sem er ávallt í viðbragðsstöðu ef upp kemur áfall í skólanum. Ráðið vinnur eftir áfallaáætlun Vatnsendaskóla þar sem fjallað er um vinnuferli til að styðjast við þegar áföll verða.
Í áfallaráði skólaárið 2022-2023 sitja:
María Jónsdóttir, skólastjóri,
Ingunn Huld Kristófersdóttir, aðstoðarskólastjóri
Jóhanna Rakel Sveinbjörnsdóttir, deildarstjóri elsta stigs (7.-10.bekkur)
Sigrún Brynjólfsdóttir, deildarstjóri yngra stigs (1.-6. bekkur)
Guðrún Svava Þrastardóttir, náms- og starfsráðgjafi
Eygló Björg Helgadóttir og Hulda María Hermannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Aníta Björk Helgadóttir, sérkennari
Áfallaráð sér um að nemendur og starfsfólk fái viðeigandi þjónustu ef þeir verða fyrir áfalli.
Ef áfall verður í Vatnsendaskóla skal áfallaráð koma saman eins fljótt og auðið er og ákveða skipulag næstu klukkustunda og næstu daga. Ef um nemanda er að ræða skal umsjónarkennari látinn vita strax um atburðinn.
Áfallaráð skal funda að hausti til að fara yfir stöðu mála hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda, starfsfólks eða aðstandenda.
Hlutverk áfallaráðs er fyrst og fremst að greina niður hvaða aðstæður gætu skapast hverju sinni. Einnig þarf að finna tiltekna einstaklinga til að taka að sér ýmis verkefni sem þeir sjá um eins og:
· hver aflar upplýsingar varðandi atburðinn
· hver hefur samband við aðstandendur
· hver er talsmaður skólans gagnvart utanaðkomandi einstaklingum
· hver sér um að koma upplýsingum til réttra einstaklinga
· hver sér um að hafa samband við samstarfsfólk utan skólans s.s. prest, lækni, lögreglu.
Lykilatriði er að í hverju tilviki sé mótuð skýr og afdráttarlaus vinnuáætlun um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig beri að bregðast við. Mikilvægt er að huga vandlega að óskum fjölskyldna þeirra sem hlut eiga að máli hverju sinni.
Sjá nánar á heimasíðu skólans.