Gunnþættir menntunar eru læsi, sjálfbærni, heilbirgði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.
Þessa þætti þarf að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni þannig að þeir verði gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnræðis- og lýðræðissamfélagi.
Sköpun sem grunnþáttur menntunar á að stuðla að ígrundun og andríki, persónulegum þroska og sveigjanleika í námi, frumkvæði og nýsköpun. Í skólum fer fram skapandi starf, þar sem kennarar og nemendur ræða saman og eru óhræddir við að leita nýrra leiða.
Heilbrigði og velferð; skólar þurfa að skapa börnum aðstæður til heilbrigðra lífshátta. Það á að gera með því að efla færni í samskiptum, byggja upp sjálfsmynd þeirra, færni í að taka ákvarðanir, setja sér markmið og hafa stjórn á streitu.
Sjálfbærni snýst um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Sjálfbærni felur í sér virðingu fyrir umhverfinu, ábyrgð, heilbrigði, lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti ekki bara í nútíma heldur gangvært komandi kynslóðum.
Lýðræði og mannréttindi: forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. Lýðræði er mikilvægt í grunnskólum., skólar þurfa að taka mið af því að börn og ungmenni muni taka þátt í lýðræðissamfélagi og því er mikilvægt að börn læri um þess háttar samfélög. Einnig þarf að taka mið af því í öllum starfsháttum að borin sé virðing fyrir manngildi hvers og eins.
Jafnrétti: Jafnréttismenntun er ein undirstaða lýðræðis og mannréttinda í öllum skólum. Meginviðhorfið er að allir geti tekið þátt í samfélaginu. Jafnrétti og lýðræði eru hvort tveggja forsenda þess að samfélag geti verið sjálfbært enda byggir sjálfbærni á samvinnu og þátttöku allra.
Læsi: Lestur er undirstaða fyrir allt nám. Góð lestrarfærni og markviss lestrarþjálfun er mikilvæg í námi allra barna og getur skipt sköpum varðandi framtíð þeirra. Því er mikið í húfi að vel takist til í lestrarnáminu þar sem lestur er ekki aðeins grunnur almennrar menntunar heldur hefur hann áhrif á sjálfsmynd nemenda og stuðlar að betra valdi á tungumálinu. Ennfremur stuðlar góð lestrarfærni að virkri þátttöku í samfélaginu og hlutdeild í heimi upplýsingatækni
(unnið upp úr ritröð um grunnþætti menntunar á vegum Menntamálastofnunnar)