Þrykk með gelplötum

Þrykk með gelplötum


Hámark:12 nemendur
Tímabil: 2 og 3

Lýsing: Nemendur læra að þrykkja með gelplötum (gelli printing) og  að gera myndverk með blandaðri tækni, svo sem þrykki, klippi, pennateikningu og bleki. Nemendur prófa að þrykkja og vinna svo sjálfstætt verkefni með þeim aðferðum sem þeir hafa lært. Allir ættu að enda með flotta mynd sem sómir sér vel í ramma uppi á vegg og jafnvel bókverk ef tími vinnst til. 

Markmið:  Að vinna hugmynd frá skissu að fullunnu verki. Nemendur læri að þekkja og beita áhöldum á réttan hátt. Geri sér grein fyrir verðmætum efna og áhalda, séu færir um að nálgast og ganga frá efnum, áhöldum og því sem þeir nota hverju sinni. Sjálfstæð vinnubrögð.  

Námsmat:   Ástundun, framkoma, frumkvæði, vinnubrögð og frágangur.  Lokið/ólokið

Vinnudagur:  Fimmtudagar kl:  14:55-16:15 

Kennari:    Kristín Sunna Sigurðardóttir