Leirmótun
Leirmótun
Hámark: 12 nemendur
Tímabil: 1og 2
Lýsing: Nemendur handmóta hluti úr leir, þeir kynnast hvernig unnið er með leir á rennibekk og jafnvel hvernig hægt er að steypa í tilbúin mót. Nemendur kynnast aðferðum við að skreyta og glerja munina á mismunandi hátt.
Nemendur geta valið leirmótun oftar en einu sinni á tímabilinu og þróað frekari færni með framhaldskennslu.
Markmið: Að nemendur læri að vinna eftir ferli frá hugmynd til framkvæmdar. Læri að þekkja og nota helstu áhöld og verkfæri og geti beitt áhöldum og verkfærunum á réttan hátt. Að nemandi geri sér grein fyrir verðmætum efna og áhalda, að hann sé fær um að nálgast og ganga frá efnum, áhöldum og öðru því sem hann þarf hverju sinni, að hann geti unnið verk frá skissu að fullunnu verki. Nemandi uppgötvi ánægjuna sem felst í því að skapa.
Námsmat: Ástundun, frágangur, framkoma, frumkvæði, vinnubrögð. Lokið/ólokið
Vinnudagur: Fimmtudagar frá kl. kl. 14:55 - 16:15. Hver tími er 80 mínútur.
Kennari: Ásdís Guðjónsdóttir