Áhugamálið mitt
Áhugamálið mitt
Hámark: 25 nemendur
Tímabil: 1 og 3
Lýsing: Í þessu vali er unnið með þitt eigið áhugamál. Við setjum upp áætlun um það sem þú hefur áhuga á og ákveðum í sameiningu hvernig umfjöllun þín og framsetning verður. T.d. ef þú elskar að teikna þá lærum við um mismunandi forrit og hvernig við getum teiknað í fullum gæðum til að geta prentað út og annað. Ef þú hefur áhuga á handbolta þá getum við fjallað um sögu hanboltans eða 5 stærstu handboltamenn allra tíma og sett upp litla bók. Hvað sem er getur átt við .
Öll verkefni enda í einhverskonar samantekt sem getur verið útprentun og - eða sýning verka, lítil bók eða í raun hvað sem er.
Markmið: (Hæfniviðmið) Að nemandi öðlist færni í að rannsaka, setja í samhengi og setja fram áhuga sinn í hvers konar verki, sýningu eða afurð.
Námsmat: Ástund, þáttaka og lokaafurð.
Vinnudagur: Mánudaga frá kl. 14:55 - 16:15
Kennari: Jón Teitur Sigmundsson