Söngleikur


Söngleikur: Grease eða High School Musical


Hámark: 40
Tímabil:  Heilsárs

Lýsing: Við ætlum að setja upp annað hvort Grease eða High school musical. Æft verður mánudaga og fimmtudaga fram að sýningu sem verður líklegast í mars 2025. Nemendur taka þátt í uppsetningu á söngleik. Hægt er að velja um margvísleg hlutverk og störf innan uppsetningarinnar. T.d. að leika, syngja, dansa, förðun, ljós, tækni, markaðsmál o.fl.

Markmið: Fara út fyrir þægindarammann, æfa framkomu, söng, kynnast nýjum krökkum.  Að nemendur geti tekið þátt í uppsetningu á heildstæðu verki frá upphafi til sýningar. Að þeir átti sig á umfangi svona verks og möguleikum leikhússins. Að nemendur geti komið fram fyrir framan áhorfendur af öryggi og geti talað hátt og skýrt.  Að þeir geti unnið saman að sameiginlegu markmiði og tekið ábyrgð á sínu hlutverki innan hópsins. 

Námsmat: Þátttaka, samvinna, ábyrgð, frumkvæði, mæting.

Vinnudagur: Mánudagar og fimmtudagar

Kennari:  Þórunn Jónsdóttir