Árshátíðarmyndband

Árshátíðarmyndband


Hámark: Takmarkast  við 10. bekk, óháð fjölda.
Tímabil:  Heilsárs 

Lýsing:  Að nemendur öðlist hæfni til að þróa hugmyndir sínar, taka saman og setja fram í formi myndbands sem snýst um húmor og gleði. Ekki er ásættanlegt að myndbandið snúist um ofbeldi, rætið grín á einstaklinga, vímuefnaneyslu af hvers kyns toga og/eða með kynferðislegu ívafi

Í þessu vali er árshátíðarmyndband undirbúið og unnið. Kennari er til staðar fyrir nemendur til leiðbeiningar og aðstoðar með hvers konar vinnu varðandi myndbandið. Nemendur eru alveg við stjórnina og sjá alfarið um framkvæmd og handrit myndbandsins en hér skapast vettvangur til hittinga og til að skapa umræðu og hugmyndavinnu.

Athugið að allir í 10. bekk mega skrá sig í þetta val og öll atriði verða sett saman í eitt myndband.

Markmið:  Að nemendur öðlist hæfni til að þróa hugmyndir sínar, taka saman og setja fram í formi myndbands sem snýst um húmor og gleði. Að nemendur fái leiðsögn og leiðbeiningar um gerð og úrvinnslu myndbandsins.

Að nemendur hafa aðgang að kennara og vettvangi til að vinna vel að myndbandinu.

Að allir nemendur í 10. bekk sem hafa áhuga á að vinna myndbandið fái aðgöngu að því. 

Ekki er ásættanlegt að myndbandið snúist um ofbeldi, rætið grín á einstaklinga, vímuefnaneyslu af hvers kyns toga og/eða með kynferðislegu ívafi. 

Námsmat: Námsmat tengist mætingu, samvinnuhæfni og tæknivinnu við myndbandsgerð. 

Vinnudagur:  Ákveðið í samráði við hópinn, mismikill tími eftir tímabilum.

Kennari:    Jón Teitur Sigmundsson