Prjón og handavinna

Prjón og handavinna


Hámark: 12 nemendur.
Tímabil: 1, 2 og 3. 

Lýsing: Nemendur vinna að fjölbreyttum handavinnuverkefnum eftir eigin áhugasviði og færni. Nemendur geta ýmist útfært eigin hugmyndir eða fundið sér verkefni í samvinnu við kennara. Það er ekki nauðsynlegt að hafa neinn ákveðinn grunn fyrir þetta val þar sem hverjum og einum nemanda er mætt þar sem viðkomandi er staddur. Vinsælt hefur verið að prjóna nytjahluti eins og trefla, borðtuskur og vettlinga. Ennfremur hafa nemendur unnið að heklverkefnum, perlað og unnið að ýmiskonar annarri handavinnu og föndri. Mikil áhersla er lögð á sköpun, nýtingu fjölbreytts efniviðs, jákvæð samskipti, spjall og notalega samveru í þessu vali. 

Markmið: Að nemendur læri að prjóna og/eða verði betri í því. Einnig að nemendur nái aukinni hæfni í annari handavinnu ef þeir kjósa svo.  Að allir fái að vinna verkefni sem þeir hafa áhuga á og eigi notalegar stundir saman í vetur. 

Námsmat: Vinnusemi, framkoma, frumkvæði og mætingar. Lokið/Ólokið.

Vinnudagur: Mánudagar frá kl. 14:55 - 16:15

Kennari: Rín Samía Raiss