Í einstaklingsnámskrá er tilgreint hvernig og hvenær á að meta markmiðin. Oft er námskráin í heild metin á þriggja til sex mánaða fresti, t.d. í september, janúar og maí. En skammtímamarkmiðin eru skoðuð eins oft og þurfa þykir. Gott getur verið að taka skemmtímamarkmiðin út úr einstaklingsáætluninni og setja í skráningarmöppu viðkomandi starfsmanns eins og dæmi er um hér. Matstækin geta verið fjölbreytt, hægt er að nota gátlista í námskránni og haka við þegar markmiði er náð. Könnunaraðferðina er hægt að nota sem matstæki, er þá þekking skráð niður með jöfnu millibili. Uppeldisfræðileg skráning – hægt að skoða orðanotkun og félagsleg samskipti.
Að lokum má nefna skilgreind matskerfi t.d. Orðaskil, TRAS, EFI-2, HLJÓM-2, AEPS matskerfið, ABA og fl.