Fyrsta verk þitt sem nýráðinn sérkennslustjóri er að kynna þér móttökuáætlun leikskólans fyrir nýtt starfsfólk. Leikskólastjóri eða aðstoðarleikskólastjóri munu fara yfir stefnu leikskólans með þér og helstu áherslur í starfinu.
Ef þú hefur ekki kennslufræðilegan bakgrunn ættir þú að kynna þér vel leikinn sem er námsleið barna á leikskólaaldri, lesa vel yfir aðalnámskrá leikskóla, sem og skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans þíns.
Það er ekkert óeðlilegt við það að vera ráðvilltur fyrst í stað í yfirgripsmiklu starfi sérkennslustjórans. Þó svo að til sé starfslýsing er hún alls ekki tæmandi og ekki til þess að fara eftir frá degi til dags. Mundu að þú ert alltaf bara einu símtali frá næsta sérkennslustjóra eða sérkennsluráðgjafa sem þú getur leitað ráða hjá.