Í Reykjavík er ákveðin menntastefna sem þú þarft að kynna þér vel, stefna sem ber heitið Látum draumana rætast. Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.
Í Reykjavík var mótuð stefna í sérkennslu leikskóla árið 2009 og þú skalt kynna þér hana vel. Í stefnunni er meginstefið að leikskólar skuli taka mið af hugmyndafræði leikskóla án aðgreiningar, í dag oftast nefnt skóli fyrir alla eða menntun fyrir alla. Gæta þarf þess að öll börn fái jöfn tækifæri í leik og námi eins og kostur er. Vinna ber samkvæmt hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og hefst hún sem fyrst enda tímabilið frá fæðingu barns fram að sex ára aldri sérlega mikilvægt fyrir þroskaframvindu barnsins.