Í þessari Handbók er fjallað um það helsta sem varðar störf sérkennslustjóra/tengiliða í leikskólum í Reykjavík. Það er örugglega eitthvað sem gleymdist, en þá er bara að spyrja. Rétt er að hvetja sérkennslustjóra til þess að mynda fljótt tengsl við aðra reyndari sérkennslustjóra og biðja sérkennsluráðgjafa á Miðstöð í þínu hverfi um aðstoð við að finna góða fyrirmynd.
Starf sérkennslustjóra er bæði fjölbreytt og gefandi, verkefnaskortur er sjaldnast til staðar, en ef svo er þá er enginn vandi að búa sér til viðfangsefni.
Gangi þér vel!
Fjóla Þorvaldsdóttir
verkefnastjóri sérkennslu
fjola.thorvaldsdottir@reykjavik.is