Eitt megin verkefni sérkennslustjóra/tengiliðar er að hafa góða yfirsýn yfir allt sem lítur að sérkennslu í leikskólanum. Sérkennsla er hér yfirhugtak yfir alla þá aðstoð og ráðgjöf sem leikskólinn veitir börnum, foreldrum og starfsfólki. Sérkennslustjóri ber ábyrgð á fræðslustarfi, ráðgjöf, skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar ásamt deildarstjórum og leikskólastjóra. Hann heldur einnig utan um námsefni og gögn þau sem tengjast sérkennslunni.
Gert hefur verið árstíðabundið yfirlit yfir helstu viðfangsefni sérkennslustjóra. Yfirlitið er að sjálfsögðu ekki tæmandi og einhverjir þættir eiga ekki við. Yfirlitið er samt sem áður mjög gott til viðmiðunar og hægt er að aðlaga það hverjum sérkennslustjóra fyrir sig.