Lærdómssamfélag sérkennslustjóra hefur verið starfandi frá árinu 2020. Í lærdómssamfélagi lærir hver af öðrum og hver með öðrum til að bæta árangur af starfi sínu. Allir geta komið með tillögu að efnistökum.
Styrking lærdómssamfélags er árangursrík leið í starfsþróun sérkennslustjóra og styrkir þá til umbóta og árangurs. Þar sem einangrun sérkennslustjóra í starfi en enn til staðar er mikilvægt að rjúfa hana og skapa þeim aukin tækifæri til þess að ígrunda sitt daglega starf í samstarfi við aðra.
Umsjón með lærdómssamfélaginu hafa þær Emilía Rafnsdóttir ráðgjafi hjá Miðju máls og læsis og Fjóla Þorvaldsdóttir verkefnastjóri sérkennslu og boða þær til funda. Lærdómssamfélagið tekur fyrir áhugavert efni að beiðni sérkennslustjóra. Fundir lærdómssamfélagsins eru ýmist á netinu eða staðbundnir að óskum sérkennslustjóra.
Allt efni sem verður til í lærdómssamfélaginu er safnað saman í Google Classroom Sjá leiðbeiningar. Hver og einn sérkennslustjóri þarf að biðja leikskólastjórann sinn um að senda tölvupóst á hjalp@reykjavik.is og óska eftir gskolar.is netfangi til þess að hafa aðgang inn í lærdómssamfélag sérkennslustjóra á Google. Þar inni er einnig safnað saman ýmsu áhugaverðu efni sem allir sérkennslustjórar hafa gagn af og geta nýtt sér í starfi sínu. Sjá leiðbeiningar.
Á Viva Engage er að finna hóp sem sérkennslustjórar eru skráðir í Sérkennslustjórar í Reykjavík . Þar eru settar tilkynningar og ábendingar á áhugavert efni fyrir sérkennslustjóra.