VIKA SEX

Seinustu misseri hefur umræða um gildi, tilgang og innihald kynfræðslu komið reglulega í samfélagi okkar. Það er hlutverk kennara að hlusta á þessar umræður og taka mið að þörfum samfélagsins.

Vika sex dregur nafn sitt af tvíræðni orðsins þar sem við höfum tölu annars vegar og orðið sex sem vísar í enska orðið fyrir kynlíf. Víða hefur hugmyndin fest sig að efla fræðslu tengda kynheilbrigði í þessari viku. 2022 var fyrsta fræðsla í þessum anda haldin í Stapamixi þar sem 8 fræðsluerindi eru haldin fyrir nemendur, 4 fræðsluerindi eru skylda og 4 fræðsluerindi eru val.

Mikilvægt er að nemendur fái líka tækifæri til að vinna með upplýsingar sem gefnar eru, dýpka þekkingu sína og öðlast nýja þekkingu og merkingu á hugtökum og þekkingu.

Í kjölfar fræðsluerinda er unnið með viðfangsefni út frá erindunum sem nemendur velja sér. Útbúið er fræðsluefni með áherslu á skapandi skil en haft í huga að efnið þarf að vera aðgengilegt og skiljanlegt fyrir aðra að lesa/horfa/hlusta/upplifa.

Verkefnunum er safnað saman á sér vefsíðu sem hægt er að skoða með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Hér að neðan er að finna fræðsluerindi sem haldin voru í viku 6 árið 2022

Þroskasaga líkamans - líffræðileg kynfræðsla.pdf

Þroskasaga líkamans

Hér eru glærur sem notaðar eru til að fara yfir líffræðilega hluta kynfæra og hvernig þau virka ásamt því hvaða áhrif kynhormón hafa á líkamann.

Þroskasaga líkamans.mp4

Hér má finna fyrirlesturinn með tali fyrir þá sem vilja.

Kyn og kyntjáning.pdf

Kyn og kyntjáning


Jafnrétti.pdf

Samskipti

Hér eru glærur sem notaðar eru í umræðum við nemendur um samskipti. Nemendur velta því fyrir sér hvað einkennir góð samskipti og hvað gerir góða vini að góðum vinum.

Tengill til á glærur til afritunar.

Getnaðarvarnir í viku sex.pdf

Getnaðarvarnir

Hér eru glærur sem notaðar eru til að kynna ólíkar getnaðarvarnir, kosti þeirra og galla.

Vika 6 - Kynsjúkdómar.pdf

Kynsjúkdómar

Hér eru glærur til að nota til að fræða nemendur á unglingastig um kynsjúkdóma. Fróðleikur var dreginn saman af www.heilsuvera.is og www.attavitinn.is

Klámvæðing


Kyndbundin áreitni og ofbeldi

Umræður um kynbundna áreitni og ofbeldi var valtími í Stapamixi.

Notast var við Mentimeter.com svo nemendur gætu komið með nafnlausar hugmyndir. Fyrsta spurningin var "Hvað er áreitni og/eða ofbeldi?" og seinni "Hvað er kynbundin áreitni og/eða ofbeldi?".

Þegar nemendur höfðu sett inn sínar hugmyndir vorum við með umræður um hugtökin en kynferðislegt ofbeldi og áreitni var greinilega nemendum ofarlega í huga.

Í lok umræðunnar fóru nemendur á síðuna yfirstrikid.is/ (eingöngu aðgengileg í síma) þar sem nemendur lásu dæmisögur, strikuðu yfir þá atburði sem fara yfir strikið og fræddust um ástæður þess að þessir atburðir fara yfir strikið.