Lykilhæfni

Í Stapaskóla hafa kennarar á unglingastigi sett saman lista yfir lykilhæfniviðmið með því að nota grunninn úr Aðalnámskrá grunnskóla en safna líka saman viðmiðum sem birtust í námskrám ólíkra námssviða en fjölluðu um sömu hæfni svo sem talað mál, gagnrýna hugsun og heimildanotkun. Þetta þýðir að ýmis viðmið voru tekin út úr námskrám einstakra námssviða en lykilhæfni námskráin stækkaði á móti. Undir lykilhæfni voru líka sett viðmið í hugarfrelsi og upplýsingatækni.

Allir kennarar á unglingastigi Stapaskóla nota þessa sömu námskrá þegar kemur að lykilhæfninni. Samtalið um námskrána hefur hjálpað kennurum að þekkja námskrár á sviðum sem þeir þekkja minna. Sameiginlega námskráin þéttir raðir kennara þegar kemur að kennslu í viðhorfum og vinnubrögðum og ýtir undir að samræmi sé milli kennara á þessu sviði þótt þeir kenni ólíkum bekkjum eða ólík námssvið.

Lykilhæfninámskráin er í þróun en hefur nýst kennurum mjög vel skólaárið 2021-2022.

Lykilhæfni - Hæfniviðmið - 7.-10. bekkur.docx