Heimsreisa

Í þessu verkefni þurfa nemendur að sýna útsjónarsemi til þess að framfleyta sér á ferðalagi erlendis.

Nemendur þurfa að kynna sér gjaldeyri og þann kostnað sem fylgir ferðalögum.

Nemendur þurfa að kynna sér landsvæði og loftslag.

Nemendur þurfa að verða sér út um gistingu, afþreyingu, mat og ferðamáta innan fjárhagsáætlunar sem þeim er úthlutað.

Ábyrgð

Nemendum er skipti í hópa, 3-4 saman.

Áður en nemendur byrja að vinna verkefnið deilir hópurinn ábyrgð. Hver aðili ber ábyrgð á hluta verkefnisins og sér til þess að sá þáttur klárist og líti vel út. Dæmi: einn nemandi sér um að finna og fjalla um gistingu.

Hópurinn hjálpast að samt sem áður, en þetta er gert til þess að enginn komist upp með að gera ekkert. Ef aðili er ekki að taka virkan þátt þá þurfa hinir ekki að taka ábyrgð á því.

Ferðamiði og fjárhagsáætlun

Hver hópur dregur ferðamiða og fjárhagsáætlun.

Á ferðamiðanum stendur hvar og hvenær þau koma og fara inn og út af landssvæðinu. Nemendur þurfa þá að skipuleggja dvöl í þann tíma og passa að koma sér á réttan stað fyrir brottför.

Dæmi: Einn hópur dregur Finnland og 75.000 kr.

Allir ferðamiða tengjast og er tilgangurinn að við lok verkefnisinns þá er þetta eitt ferðalag sem hægt er að skoða á Google Earth og mögulegt að skoða saman með nemendum.

Verkefni:

Hópurinn þarf að:

-Breyta yfir í réttann gjaldeyri.

-Fylla út fjárhagsáætlun fyrir allan kostnað.

-Búa til ferðaáætlun og ferðadagbók fyrir 3 daga.

Í ferðadagbók þurfa nemendur að lýsa ímyndaðri upplifun sinni á ferðalaginu. Þar þurfa nemendur að vera búnir að kynna sér veðurfar og loftslag ásamt því að hafa skoðað svæðin í gegnum Google Earth.


Fjárhagsáætlun

Google Earth

Nemendur skiluðu inn verkefninu í tvennu formi. Nemendur fylla annarsvegar út foruppsettu fjármálaskjali í gegnum Teams og hins vegar ferðalýsingu (tour) á google earth.

Inni á Google Earth þurftu nemendur að búa til "tour" þar sem nemendur þurftu að rekja ferðalagið ásamt því að skrifa lýsingar á: staðsetningum. umhverfi og ímyndaðri upplifun, loftslagi, lífi og menningu.

Ólukkuhjól

Þeir nemendur sem kláruðu snemma fengu að fara í ólukkuhjólið. Eins og við flest vitum getur margt komið uppá. Nemendur snéru hjóli þar sem þeir lentu í hremmingum eins og t.d. að týna vegabréfi, stríði, ráni o.fl. Nemendur þurftu að leita sér að næsta umboðsaðila til þess að leita sér aðstoðar og skrifa þeim formlegt bréf.

Hæfniviðmið

Nemendurm býðst að ljúka verkefninu á íslensku, ensku eða dönsku og viðmið fara eftir því.

Nemandi getur unnið sjálfstætt og með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og námi.

Nemandi gerir sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og tekur þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum.

Nemandi þekki leiðir til að taka ábyrga afstöðu í eigin fjármálum og verði gagnrýninn neytandi.

Getur fjallað um áhrif vinda, loftslags og hafstrauma jarðar á lífsskilyrði manna og dýra.


Hvað mætti betur fara

Nemendur þurftu rýmri tíma. Gott væri að byrja a.m.k. viku fyrr til þess að flétta stjórnarfar og menningu meira inn í verkefnið ásamt því að fara yfir þá þætti sem gott er að hafa í huga áður en lagt er í ferðalagið t.d. tryggingar.

Lokamarkmið var að allt færi inn í sama "tour" inn í Google Earth. Það þarf að vera skýrara hvernig nemendur skila því inn til þess að loka afurð sé sýnilegri.