Kosningar

Lifi lýðræðið!

Í tilefni alþingiskosninga í september 2021 var skipulagt sex kennslustunda þema. Nemendur fengu kynningar á þeim 10 stjórnmálaflokkum sem buðu fram til alþingis. Í kjölfarið áttu þeir að kynna sér umhverfisstefnur flokkanna og búa til kynningar á þeim (auglýsingar).

Á lokadegi var haldin kosning milli flokkanna. Niðurstaða þeirrar kosningar var sigur sjálfstæðisflokksins og flokks fólksins.

Hæfniviðmið

Lykilhæfni:

  • Tjáir hugmyndir á skipulagðan, skýran og viðeigandi hátt.

  • Getur unnið sjálfstætt og með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og námi.

  • Getur gert grein fyrir leiðum sem borgarar í lýðræðislegu samfélagi hafa til að hafa áhrif á samfélagið sitt.

Samfélagsfræði:

  • Getur útskýrt hugmyndir um uppruna, gerð og framkvæmd lýðræðis og skilgreint valin hugtök því tengd.

Skipulag

Tími 1-2: Innlögn og verkefnalýsingu dreift til nemenda. Vinna hófst í hópum. Hver hópur dró einn stjórnmálaflokk, kynnti sér umhverfisstefnu hans og bjó til tvær auglýsingar um stefnuna (veggspjald og instagram færslu).

Tími 3-4: Hópar unnu skv. verkefnalýsingu og skiluðu í lok 4. tíma. Eftir tímann voru auglýsingar allra hópanna hengdar upp í stofum nemenda og þar kynntu nemendur sér stefnur allra flokkanna fyrir kjördag.

Tími 5-6: Kosning og kosningavaka. Kjördeildir voru settar upp í stofum nemenda og þeir fóru í röð til að kjósa. Kosningin var leynileg og áhersla lögð á viðeigandi hegðun á kjörstað. Þegar kjördeildum var lokað tók við skemmtidagskrá á meðan beðið var eftir fyrstu tölum og lokatölum. Tveir kennarar sátu í kjörstjórn og sáu um útsendingu frá talningu atkvæða.

Verkefnalýsingar

Hver hópur dró einn stjórnmálaflokk hjá kennara og má sjá dæmi um verkefnalýsingu hér að ofan. Verkefnalýsingarnar voru eins fyrir alla stjórnmálaflokkana, nema skipt var um heiti flokka, merki og QR kóða sem vísaði á umhverfisstefnu hvers flokks.

Sýnishorn frá kennurum

Kennarar dreifðu sýnishornum af veggspjaldi og instagram færslu ímyndaðs stjórnmálaflokks til að gefa nemendum dæmi um mögulega uppsetningu á verkefnunum.

Innlögn

Stjórnmálaflokkar í framboði voru kynntir til nemenda með umfjöllun út frá þessum glærum.

Alþingiskosningar-Stapaskóla-2021.pdf