Kvikmyndagerð

Það er bæði auðvelt og erfitt að búa til kvikmynd.

Kvikmynd getur hentað mjög vel til að segja sögu eða fræða um ákveðið efni. Kvikmyndin miðlar efni á fjölbreyttan hátt og hægt er að nýta liti, hreyfingar, hljóð og texta til að skapa margvísleg hughrif hjá áhorfandanum.

Við mælum ekki með því að kvikmyndagerð sé einstaklingsverkefni. Það þarf mörg handtök til að búa til kvikmynd og fjölbreyttir hæfileikar geta fengið að njóta sín.

Hæfniviðmið

Þú getur þjálfað margvíslega lykilhæfni þegar þú vinnur að kvikmyndagerð:

  • Getur nýtt fjölbreyttar aðferðir við að miðla þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á skapandi, skipulegan og skýran hátt sem við á hverju sinni.

  • Tekur mið af og lagar framsetningu að kröfum eða þörfum viðmælenda og notar viðeigandi hugtök.

  • Getur spurt spurninga og sett fram áætlun um efnistök.

  • Getur endurskoðað skipulag og verkefnavinnu og gert úrbætur á eigin verkum.

  • Leitar lausna og leysir verkefni á fjölbreyttan og skapandi hátt.

  • Getur skilgreint og rökstutt viðmið um árangur.

  • Er óhræddur að nýta sér mistök og óvæntar niðurstöður á gagnrýninn og skapandi hátt og sér í þeim nýja möguleika.

  • Getur beitt mismunandi sjónarhornum og gagnrýninni hugsun við mótun og miðlun viðfangsefna á skapandi hátt.

  • Getur unnið sjálfstætt og með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og námi.

  • Tekur frumkvæði í námi sínu, sýnir sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum.

  • Gerir sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og tekur þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum.

  • Notar sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda.

  • Nýtir sér til fullnustu möguleika margvíslegs tæknibúnaðar á hagkvæman og markvissan hátt.

  • Nýtir fjölbreytta miðla við mynd- og hljóðvinnslu.

  • Nýtir styrkleika sína í námi og samskiptum.

  • Lítur á veikleika sína sem áskorun og sýnir vilja til að takast á við þá.

  • Getur borið ábyrgð á eigin námi (t.d. að leita sér aðstoðar þegar þörf er á og skilað verkefnum á réttum tíma).

  • Tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt.

  • Getur sett fram eigin gagnrýni á uppbyggilegan hátt.

Leiðbeiningar

Við mælum með kennslumyndböndunum hans Björgvins Ívars Guðbrandssonar, kennara í Langholtsskóla í Reykjavík. Hjá honum finnið þið leiðbeiningar um allt frá handritaskrifum að tæknibrellum og hljóðsetningu.