Skapandi skil

Hvað eru skapandi skil?

Þegar nemendur hafa kynnt sér nýja þekkingu eða leikni er tilvalið að gefa þeim frjálsan tauminn til að beita og birta nýja hæfni. Þá setjum við skapandi skil á dagskrá.

Hugtakið er orðið nokkuð þekkt í íslenska menntasamfélaginu og á vefnum Skólastofan.is má nálgast góða samantekt á efni sem kennarar hafa birt til leiðbeiningar.

Myndina hér til hliðar birti Elínborg Anna Siggeirsdóttir (@elinborgin) á Twitter þann 26. mars 2019. Hugmyndasafnið á hurðinni er frábært dæmi um þann sköpunarkraft sem getur brotist út þegar nemendur og kennarar taka höndum saman.

Verkefnalýsingar fyrir skapandi skil