Í FNV er viðveruskylda, það þýðir að nemendur eiga að mæta í allar kennslustundir stundvíslega og undirbúnir. Það á líka að skila verkefnum á tilsettum tíma.
Kennari les upp í byrjun kennslustundar og ef nemandi kemur eftir að því er lokið telst hann koma of seint. Ef hann kemur þegar 10 mínútur eru liðnar af kennslustundinni telst hann fjarverandi.
Fjarvist í 40 mínútna kennslustund þýðir 1 stig, að koma of seint er 1/2 stig og ef nemandi yfirgefur kennslustund án leyfir áður en henni lýkur fær hann 1 stig.
Það er leyfilegt að vera fjarverandi sem nemur tveimur vikum í hverjum áfanga. Þannig að ef:
Áfangi er kenndur 6 kennslustundir á viku má fá 12 fjarvistastig
Áfangi er kenndur 5 kennslustundir á viku má fá 10 fjarvistastig
Áfangi er kenndur 4 kennslustundir á viku má fá 8 fjarvistastig
Áfangi er kenndur 3 kennslustundir á viku má fá 6 fjarvistastig
Áfangi er kenndur 2 kennslustundir á viku má fá 4 fjarvistastig.
Einkunn er gefin fyrir skólasókn og nemandi sem fær 9 eða 10 í einkunn fær eina einingu fyrir.
Nánar um skólasóknarreglur hér:
https://www.fnv.is/is/skolinn/skolanamskra/skolareglur/skolasoknarreglur