Lockdown Browser er forrit sem er notað fyrir fjar-próf. Þá læsist skjárinn þannig að ekki er hægt að opna aðrar síður á meðan prófið er tekið.
Þegar þið takið svoleiðis próf í fyrsta skiptið fáið þið boð um að sækja forritið. Þegar þið hafið gert það einu sinni þarf ekki að sækja það aftur.
Mælt er með því að passa að tölvan hafi nægt batterí eða sé í sambandi og að vera viss um að internettenging sé í lagi, áður en hafist er handa við að taka próf í Lockdown Browser. Hér að neðan er myndband þar sem farið er yfir það hvernig þetta virkar.
Ef tölvan frýs á meðan prófi stendur skal reyna að loka Browsernum, ef það gengur ekki verður að slökkva á tölvunni handvirkt með því að halda inni hnappnum sem slekkur á tölvunni. Endurræsið svo tölvuna og þið ættuð að geta farið aftur í prófið og haldið áfram þar sem frá var horfið. Ef þetta gerist, hafið þá samband við kennara sem fyrst og látið vita. Ef þið tapið miklum tíma í prófi og það hefur áhrif á einkunn þá mun kennari aðstoða ykkur við að bæta úr því.