Þið finnið stundatöfluna ykkar á Innu. Hér að neðan má sjá stundatöflu hjá Sunnu Gylfadóttur, kennara, á haustönn 2024.
Hér er nærmynd af kennslustund kl. 08:00 á föstudagsmorgni.
STÆR2CC05 er nafnið á áfanganum. 2 Þýðir að áfanginn er á öðru þrepi, 5 þýðir að áfanginn er 5 einingar.
(1) Þýðir að þetta er er hópur númer 1, stundum eru fleiri en einn hópur í sama áfanga.
306 er stofunúmerið. Stofur í verknámshúsi eru merktar með V. Stofa númer 306 er á þriðju hæð bóknámshúss, stofur á annarri hæð eru númer 20X og stofur á fyrstu hæð (kjallara) eru númer 10X.
BLÖ_3 og HÓV2 þýða að í þessum áfanga fer einnig kennsla fram á Blönduósi og Hólmavík í dreifnámi. Svo hluti af nemendum er með í kennslustund í gegnum Teams.
SUG er skammstöfun kennara og stendur fyrir Sunna Gylfadóttir.
Áfangar sem eru 5 einingar eru yfirleitt með 2x40 mín kennslustundir, þrisvar sinnum í viku.
Áfangar sem eru 3 einingar eru yfirleitt með 2x40 mín kennslustundir, tvisvar sinnum í viku.
Áfangar sem eru 1 eining eru yfirleitt með 2x40 mín kennslustund, einu sinni í viku.