Próf á Moodle líta svona út.
Þegar þið opnið prófið birtist valmyndin hér að neðan. Þar stendur hversu langan tíma þið hafið frá því að þið opnið prófið til þess að klára og hversu mörg tækifæri þið fáið. Í þessu tilfelli fær nemandinn tvær tilraunir og hefur 50 mínútur fyrir hvora tilraun. Einnig kemur fram að hæsta einkunn gildir.
Þegar þið hafið lokið við að svara prófi veljið þið "senda og hætta".