Þegar þið hófuð nám í skólanum fenguð til tölvupóst með lykilorði og notendanafni. Notendanafnið ykkar er alltaf kennitala@FNV.is, en lykilorðið ykkar er bara fyrir ykkur og þess vegna getið þið ekki fundið það hér.
Til þess að skrá ykkur inn á O365 farið þið inn á síðuna http://portal.office.com .
Þá ættuð þið að fá upp þennan glugga:
Hér skráið þið ykkur inn með notendanafni og lykilorði.
Ef þið fáið meldinguna More information required, þá er verið að biðja ykkur að setja upp tvíþátta auðkenningu (tengja símann ykkar). Þið skuluð gera það sem fyrst. Sjá leiðbeiningar.