Á tölvum með windows 11 er nóg að fara í leitargluggan og skrifa Onedrive. Þá ættuð þið að sjá þetta tákn:
Ef tölvan er með eldra stýrikerfi þurfið þið fyrst að sækja forritið.
Þegar forritið er opnað birtist innskráningargluggi, þar sem þið skráið ykkur inn með FNV aðganginum ykkar.
Þegar þið eruð búin að því ætti OneDrive-Menntaský að birtast í File Explorer stikunni vinstra megin. Þar getið þið nálgast skjölin ykkar alveg eins og þau væru vistuð beint á tölvuna ykkar.
Byrjið á að sækja OneDrive (ef þið eruð búin að ná í Office forritin í tölvuna ykkar, ætti OneDrive að vera komið líka og þá getið þið sleppt þessu skrefi).
Ýtið á OneDrive Skýið efst á skjánum ykkar (Menu Bar). Ýtið á punktana þrjá til að opna valmyndina og veljið svo preferences
Veljið Account og svo Add an Account
Skráið ykkur inn.
Hér eru nánari leiðbeiningar, ef þess þarf.