Í skólanum starfar mikið af góðu fólki sem hægt er að leita til þegar þörf er á.
Það er hægt að panta viðtalstíma á Innu hjá ráðgjöfum skólans, en það er alltaf hægt að leita á skrifstofuna og fá aðstoð, þó svo að maður eigi ekki bókaðan tíma.
Sandra, eins og hún er kölluð, er námsráðgjafi skólans. Til hennar getið þið leitað ef þið þurfið aðstoð varðandi námið. Til dæmis ef þið vitið ekki hvaða áfanga þið eigið að taka næst í Stærðfræði, eða eruð að velta fyrir ykkur hvað þið fáið margar einingar fyrir skólaleikritið. Hún getur hjálpað með flest ykkar vandamál!
Það er hægt að panta tíma hjá henni á Innu og skrifstofan hennar er á efstu hæð í bóknámshúsinu, þið gangið inn við hliðina á ritaralúgunni.
Netfangið hennar er sandra@fnv.is
Hrafnhildur er félagsráðgjafi skólans. Þið getið leitað til hennar með hvaða vandamál sem er og hún mun leiðbeina ykkur í rétta átt. Ef þið eruð að farast úr stressi fyrir prófinu í næstu viku getur Hrafnhildur hjálpað ykkur, en líka ef þið eruð að glíma við lesblindu eða bara leti. Hún getur reddað flestu!
Það er hægt að panta tíma hjá henni á Innu og skrifstofan hennar er staðsett á bókasafninu, sem er á annarri hæð bóknámshússins.
Netfangið hennar er hrafnhildurg@fnv.is
Margrét er skólafulltrúi FNV. Þið sjáið hana í lúgunni á efstu hæð bóknámshússins! Hún er manneskjan sem þið leitið til ef þið finnið ekki stofuna ykkar eða skiljið ekki stundatöfluna. Hún getur gefið ykkur upplýsingar um næstum hvað sem er og ef hún er ekki með svarið, þá veit hún hvar þið eigið að finna það!
Netfangið hennar er margret@fnv.is
Kolbjörg er skólahjúkrunarfræðingur FNV og er í húsi á þriðjudögum. Það er hægt að leita til hennar með öll líkamleg og andleg vandamál. Það er hægt að panta tíma hjá henni á Innu og hún hefur aðsetur á skrifstofunni hans Kristjáns Áfangastjóra á þriðjudögum. Kolbjörg er bundin þagnarskyldu svo hægt er að leita til hennar með allar spurningar eða pælingar sem tengjast líðan.
Netfangið hennar er kolbjorg@fnv.is