Stefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi og verkefnum. Skólinn vill að nemendur hans og starfsfólk hafi tækifæri til að kynna sér menningu og tungumál annarra þjóða. Flest verkefni sem skólinn vinnur að eru á vegum Nordplus og Erasums+, þær stofnanir eru tengdar Norðurlandaráði og Evrópusambandinu en skólanum standa til boða styrkir og námskeið tengd þeim. Þessir styrkir geta verið veittir á einstaklingsgrundvelli en algengara er að hópur nemenda og kennara taki þátt í verkefnum.
Ferðir á vegum skólans eru mjög skemmtilegar og lærdómsríkar og þið munuð ekki sjá eftir því að taka þátt!
Eva er alþjóðafulltrúi skólans og sér um allt sem tengist erlendu samstarfi. Ef þið hafið áhuga á því að taka þátt þá er tölvupóstfangið hennar eva@fnv.is
Erlendir gestir í eldsmiðju FNV 2021
Nemendur starfsbrautar í Eistlandi 2019
Eva og nemendur í Prag 2022
Nemendur í Vilnius 2022
Nemendur og kennari á leið til Finnlands 2019
Nemendur í Slóvakíu 2014