Til þess að prenta úr einkatölvu í skólanum þarftu að opna outlook. Þú getur farið á heimasíðu skólans www.fnv.is eða fylgt leiðbeiningunum hér.
Þegar þú ert kominn inn í póstforritið, þarftu að senda tölvupóst (Velja New mail).
Svo setur þú skjalið sem þú vilt prenta í viðhengi, sjá leiðbeiningar að neðan, og sendir á prentun@fnv.is.
Ekki setja neitt annað í tölvupóstinn.
Svo skráir þú þig inn í prentarann með kennitölunni þinni og prentar.
Athugið að skjalið getur tekið nokkrar mínútur að skila sér. Ef það er ekki komið er hægt að ýta á Refresh takkann á prentaranum.
Skjölin eyðast síðan út úr prentaranum á miðnætti.