Fyrir alla árganga

Hér má finna viðfangsefni og leiðbeiningar fyrir kennara sem hæfa fleiri en einum aldurshópi og eru hugsaðar sem grunnur til notkunar samhliða árgangaköflunum. Jafnframt bendum við á kaflann Ítarefni í þessu sambandi.

Spjaldtölvur í skólastofunni

Að stjórna spjaldtölvum í skólastofunni í 1. - 4. bekk

Fyrri lota/námskeið.

Umgengni við tæknina Hér er nemendum kennt hvernig við handleikum spjaldtölvuna þegar hún er sótt, þegar hún er notuð og henni skilað. 

Bekkjarmerki - tákn - fyrirmæli Hér er kennari hvattur til að koma sér upp leiðbeinandi táknum eða fyrirmælum þegar hann stjórnar notkun spjaldtölva í skólastofunni. 

Leit á netinu Hér er nemendum kennt hvernig þau eiga að bera sig að við leit á netinu. 

Skipulag og utanumhald verkefna Hér er kennari hvattur til að koma sér upp skipulagi fyrir verkefni nemenda s.s. Seesaw, Google Drive... 

Hvað er líkt? Hér er kennari hvattur til að aðstoða nemendur að finna út hvernig þau nýta það sem þau kunna úr fyrri öppum yfir í ný öpp. Dæmi: velja + hnappinn til að byrja á nýju verkefni. 

Seinni lotu eða framhaldsnámskeið er finna hér neðar á síðunni og ber heitið "Að þjálfa ábyrga netborgara".

Að stjórna spjaldtölvum í skólastofunni í 5. - 10. bekk

Að stjórna tæknivæddum kennslustundum. Nokkrar leiðir kynntar.

Viðbrögð við óviðeigandi hegðun. Góð ráð.

Samvinna nemenda með tæknileg námsgögn. 

Ofangreindar leiðbeiningar er fengnar í grunninn úr bókinni "Síðasta skólatöskukynslóðin" - handbók í snjalltækni fyrir kennara eftir Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon. Textinn var aðlagaður að vinnubrögðum og kennsluháttum um spjaldtölvur sem námsgagn í grunnskólum Kópavogsbæjar.

Bekkjarsáttmáli. Þegar nemendur í grunnskólum Kópavogs fá spjaldtölvur er lagt fyrir verkefni í öllum bekkjum þar sem nemendur gera sáttmála sem inniheldur fáar og einfaldar reglur um notkun spjaldtölvanna. Farið er yfir myndatökur og myndbirtingar, virðingu fyrir spjaldtölvum annarra, notkun spjaldtölvunnar sem leiktækis utan skóla, hver ræður notkuninni og hvað sé hæfilegur tími á dag með spjaldtölvuna. Þennan bekkjarsáttmála þarf að endurskoða eða endurgera ár hvert hið minnsta og lögð áhersla á að fara í þau atriði sem leiðbeiningar kennsluráðgjafa í upplýsingatækni segja til um.

Ef árgangur á miðstigi hefur ekki farið í gegnum loturnar tvær fyrir 1. - 4. bekk má jafnframt nýta efni úr þeim lotum / námskeiðum við kennsluna.

SJÁLFSMYND NEMENDA

Ég og sjálfsmyndin - fyrir miðstig

Ég og sjálfsmyndin er bæði gefin út hjá Menntamálastofnun sem rafbók og prentuð bók og fjallar hún um samfélagið. Bókin er einkum ætluð nemendum á miðstigi grunnskólans. Bókin fjallar um ýmislegt í nærumhverfi nemandans. Hún skiptist í 8 sjálfstæða kafla. Einn kaflinn fjallar um sjálfsmyndina og velt er upp spurningunni hver er ég og af hverju er ég eins og ég er. Síðan tekur við umfjöllun um félagsmótun, helstu félagsmótunaraðila og hópa sem við tilheyrum. Þarnæst er fjallað um lýðheilsumál eins og mataræði, hreyfingu og svefn og áhrif þessara þátta á andlega líðan. Kynþroski og klám fá sína umfjöllun, svo og ýmis vandamál í nærumhverfinu svo sem ofbeldi og vímuefni. Bókin endar síðan á stuttum kafla með hugleiðingum um hvað þú vilt verða en starfs- og menntunarmöguleikar hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir og nú á dögum.  

Við leggjum til að í hverjum skóla verði ákveðið hvernig farið er í þetta efni og í hvaða árgöngum, en efnið spannar fleiri en einn þátt stafrænnar borgaravitundar sem stuðst er við á þessum vef. 

Hugmynd:

Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan

Virknikort

Virknikort byggir á fimm stoðum. Hver stoð er talin mikilvæg og því rétt að hafa þær í huga þegar rætt er um skjánotkun barna og ungmenna. Stoðirnar fimm eru:  svefn, hreyfing, ræktun vina, samvera fjölskyldu og ástundun áhugamála.

Fullorðnir, í samtali við barnið eða ungmennið, geta stuðst við efni kortsins til að meta stöðuna á hverjum tíma, eiga samræðu um virkni og hjálpa barninu eða ungmenninu að taka almennt ákvörðun um félagslega virkni og heilbrigt líferni. Tillögur að samræðuefni við hverja stoð og notkunarleiðbeiningar virknikortsins er að finna á bakhlið kortsins.

Virknikortið kemur út rafrænt og til að vinna það í spjaldtölvu er hægt að opna það í Books. Það er einnig hægt að prenta það út og vinna það við hlið tölvu/snjalltækis. Hægt er að vísa á kortið í tengslum við foreldrafundi í skólanum.

Barnaheill - ábendingar

Mikilvægt er að nemendur þekki hvaða úrræða þeir geta gripið til ef þeir rekast á ólöglegt eða óviðeigandi  efni á netinu. Ef nemandi er ekki viss er betra að gera viðvart frekar en að gera ekki neitt. Þeir sem taka við skilaboðunum hvort sem það er kennari, foreldri, Saft eða Barnaheill vinna úr upplýsingunum og meta þær.

Ábendingalína um ólöglegt og óviðeigandi efni er rekin í samstarfi við Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Ríkislögreglustjóra. Hún hefur verið aðili að SAFT- verkefninu um örugga netnotkun frá árinu 2010.

Ábendingalínan er styrkt af samgönguáætlun Evrópusambandsins og fylgir verklagsreglum InhopeNánari upplýsingar.

Tilkynna ólöglegt efni.


Samtal um samfélagsmiðla

Fræðslumyndbönd frá Fjölmiðlanefnd sem innihalda upplýsingar úr víðtækri rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands meðal barna og ungmenna á aldrinum 9 – 18 ára vorið 2021. 

Með myndböndunum fylgja kennsluleiðbeiningar.


Stafræn fótspor og auðkenni

Að þjálfa ábyrga netborgara - 1. - 4. bekkur.

Seinni lota/námskeið.

Hvar sjáum við tækni í lífi okkar? Samræða. Hér er nemendum gefið tækifæri að segja frá því hvernig og hvers vegna við notum tækni í skóla og einkalífi. Eftir samræðu og samantekt með kennara geta þau tekið hugmyndir sínar upp og útskýrt þær með verkfærum í Seesaw. 

Réttindi og ábyrgð Hér listar kennari upp með nemendum hugmyndir þeirra um réttindi og ábyrgð sem notendur tækninnar. Deilið listanum með öllum nemendum í Seesaw. 

Bilanagreining IOI Hér listar kennari  upp með nemendum hugmyndir þeirra um réttindi og ábyrgð sem notendur tækninnar. Deilið listanum með öllum nemendum í Seesaw. 

Nemendur sem sérfræðingar Hér fá nemendur tækifæri til að vera sérfræðingar og stíga í hlutverk kennara í kennslustundum. Skjávörpun úr spjaldtölvu er nýtt. 

Virða höfundarétt Hér læra nemendur að virða höfundarétt. Eiga samræðu um höfundarétt með nemendum. Hvernig berum við okkur að þegar við viljum nota efni frá öðrum? 

Kenna forgangsröðun Hér er nemendum kennt að skipuleggja tíma sinn og forgangsraða honum. Skoðuð eru markmið og verkefni sem liggja fyrir, forgangsröð er valin og tími áætlaður. 

Leiðbeiningar um réttindi barna í stafrænu umhverfi

Umboðsmaður barna, Fjölmiðlanefnd og Persónuvernd hafa gefið út leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem varðar netið, samfélagsmiðla og börn. Þessar leiðbeiningar getur verið gagnlegt að nýta í foreldrasamstarfi og fræðslu þar sem nemendur hafa aðgang að alnetinu. 

Aðalnámskrá grunnskóla - lykilhæfni

Nýting miðla og upplýsinga

Við lok 4. bekkjar getur nemandi: leitað sér upplýsinga í námi á ólíkum miðlum, notað miðla nokkuð sjálfstætt við nýsköpun, hugmyndavinnu og kynningu efnis, sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og verið meðvitaður um gildi ábyrgrar netnotkunar.

Við lok 7. bekkjar getur nemandi: notað margvíslegar upplýsingaveitur og hjálpartæki við öflun upplýsinga og til stuðnings við nám, notað ýmsa miðla við nýsköpun, þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda, sýnt ábyrgð í meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða verkefnavinnu og nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð.

Við lok 10. bekkjar getur nemandi: nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu, notað sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda, sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og heimilda og verið meðvitaðurum siðferðileg gildi ábyrgrar netnotkunar og tekur ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum.

táknmál og tilfinningar

Lyndistákn - emoji

Í námsefninu Netbær bls. 32 - 33 sem SAFT gefur út í prentútgáfu má finna verkefni fyrir nemendur um lyndistákn - emoji. Verkefnið er hugsað fyrir miðstig og er m.a. í bingóformi.
Fyrir yngri nemendur mætti fara í merkingu helstu emoji táknanna og gera þeim grein fyrir að táknin hafa merkingu og geta meitt eða verið mistúlkuð. 
Fyrir eldri nemendur má nota vefinn Emojipedia sem er nokkurs konar orðabók fyrir emoji. Þar er einnig að finna áhugaverða tölfræði sem hægt er að vinna með.

Hvaða merkingu leggja nemendur í lyndistáknin og eru einhver lyndistákn dónalegri en önnur. Hvenær verður merking lyndistákna meiðandi? Safnið dæmum með nemendum og gerið samanburð á meiðandi og styðjandi notkun lyndistákna að mati nemenda.

Kennsluverkefni meistaranema við háskóla á íslandi

Ég á lítinn skrítinn skugga - 5.-7. bekkur

Hér má finna kennsluleiðbeiningar í stafrænni borgaravitund sem er meistaraprófsverkefni (2018).
Í verkefninu er unnið út frá níu þáttum stafrænnar borgaravitundar samkvæmt þeim Ribble og Bailey (2007) sem eru:  aðgengi, verslun, samskipti, læsi, siðferði, lög og reglur, réttindi og ábyrgð, heilsa og velferð og öryggi. Notkun verkefnanna er ætlað að efla og byggja upp stafræna borgaravitund nemenda og kynna fyrir þeimm leiðir til að vera ábyrg á samfélagsmiðlum, gera sér grein fyrir hættunum sem geta fylgt því að verja of löngum tíma inni á slíkum miðlum daglega og að setja sér mörk. 

Höfundur: Edda Rut Þorvaldsdóttir 

stafræn borgaravitund í kennsluhugbúnaði

Seesaw og stafræn borgaravitund

Í Seesaw má finna tæplega 1700 verkefni sem flokkast sem stafræn borgaravitund (digital citizenship). Verkefnin getur kennari gert að sínu með því einu að smella á hjartað. Þá flyst verkefnið yfir í safn kennarans (My Library). Þar getur kennarinn þýtt verkefnið ef hann vill breyta því (smella á heiti verkefnis, fara þar í þrjá punktana neðst til hægri og velja þar "Copy and edit activity") t.d.ef kennari vill þýða verkefnið og/eða aðlaga verkefnið að eigin ósk. 

Góð venja er að geta höfundar verkefnis þegar verkefni eru nýtt með þessum hætti. Það er þá gert um leið og verkefnið er aðlagað (Teacher Notes (not visible to students).

Munið að velja "Save" þegar aðlögun verkefnisins hefur farið fram.

Til að fleiri kennarar geti nýtt verkefnið sem einn kennari þýðir og/eða aðlagar þarf að er farið í punktana þrjá neðst í horninu og nú velur kennari "Share acitvity". Þá kemur upp gluggi með deilingarmöguleikum bæði innan Kópavogs (Share to School & District Libraries) og/eða til alls Seesaw samfélagsins í heiminum (Share to Community Library). Seesaw teymið birtir ekki verkefni í Community Library fyrr en eftir ritskoðun. Kennari fær póst frá þeim þegar verkefnið er komið í birtingu.

Seesaw er einnig mjög gott verkfæri til þjálfunar í rafrænum samskiptum og kennari og foreldrar fá þar tækifæri til að vera þeim góðar fyrirmyndir. Dæmi um það má nefna "Like"notkun og "Comment" eða skrifleg/munnleg viðbrögð við verkefnum.

Nearpod og stafræn borgaravitund

Í Nearpod forritinu er hægt að sækja kennsluefni í stafrænni borgaravitund í verkefnasafni forritsins. Þegar þú ert innskráður notandi getur í áskrift hjá sveitarfélaginu þínu (District útgáfu) hefur þú aðgang að miklu safni verkefna á fjölda tungumála. Þú notar síuna til vinstri til að leita að verkefni sem hæfir efni og aldri. 

Verkefni sem tengjast stafrænni borgaravitund er helst að finna í "Nearpod Library" enn sem komið er. Vonandi á það eftir að breytast með tímanum en kennarar geta deilt verkefnum sem þeir gera á íslensku í "District Library" og "Nearpod Library". 

Til þess að verkefni kennara lendi í deildu bókasafni innan skóla eða bæjarfélags þarf að fara í mynd verkefnisins draga músina yfir það og velja þrjá punktana til hægri, efst á myndinni. Þar velur kennari "Add To" og þá opnast gluggi með vali um að setja verkefnið í "School Library" eða "District Library". Ef þú vilt senda tengil á verkefnið til nemenda eða annarra kennara án þess að það lendi í safni í Nearpod öðru en þínu (My Lessons) þá velur þú "Share with teachers". Þá opnast gluggi þar sem kennari getur valið hvar hann vill deila verkefnunum sínum s.s. á samfélagsmiðlum og eins og áður segir með því að senda tengil á verkefnið.