Verkefni 3 - ÞRÍVÍDDARPRENTARI

Hannað fyrir þrívíddarprentara - skönnun, teikning og prentun

ANNAÐ

NÁMSMAT

AÐALMARKMIÐ

Að kynna sér vel eitt þrívíddar forrit.

Að læra á þrívíddarprentarann.

Að læra að skanna inn í þrívídd.

Að skrásetja allt ferlið.

Við metum verkefni tvö sem 6 stig.

Það sem helst kemur fólki á óvart varðandi þrívíddarpentun er hversu hæg og seinleg hún er.  Sem dæmi þá er 7 cm há “selfí” ca. eina klukkustund að prenta út.  Oft er því verið að setja prent af stað að kvöldii og látið prenta út yfir nótt.

Við mælumst því til í þessum hluta námsins að við höldum stærð hlutanna í hófi.

Efniskostnaður í þessum hluta verður einhver þar sem hver og einn borgar fyrir það plast sem hann notar.  En satt best að segja er sá kostnaður hverfandi, grammið á plastinu kostar 10 krónur.  Þetta þýðir að kostnaður fyrir lítinn hlut er ca. 100-500 kr.

Hönnunarferli fyrir þrívíddarprentun:

Verkefnið fyrir þrívíddarhlutann er stutt og laggott:

Gott er að hafa eftirfarandi hluti í huga þegar á að prenta út í þrívíddarprentara:

Þrívíddarteikniforrit:

Forritin sem hér eru upptalin eru af mjög ólíkum toga. Sum eru einstaklega einföld og önnur þarf maður mikinn tíma til að setja sig inn í.  Öll forritin eru frí. Við biðjum ykkur nú að velja eitt þeirra til að vinna í.

Þrívíddarskönnun:

Þrívíddarprentari:

Í Fab labinu hér í Reykjavík eru tveir þrívíddarprentarar:

Þrívíddarprentunum fylgir hugbúnaður sem útbýr skjöl tilbúin til prentunar.  Það er frítt og hægt að setja upp á sína tölvu.  Í forritunu getur maður stillt til hæð og breidd hlutanna, maður getur raðað nokkurm hlutum í einu sem á að prenta.  Þar getur maður hakað við stillingar eins og raft (fleki undir módelið) og supports (stuðningur undir hengjur, því  prentarinn getur ekki prentað í lausu lofti.)

Innblástur:

Það eru stórkostlegir hlutir að gerast þróun í þrívíddarprenti og enginn skortur á innblæstri.  Hér er síða á Pinterest sem við tókum saman:

https://www.pinterest.com/sigrhelga/3d-printing/

Hér er svo linkur á Shapeways.  Það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þrívíddarprenti.  Þangað getur maður sent skjölin sín og fengið útprentin send heim.  Þeir prenta í órtúlegustu efni, sifur, keramik, vax og margt margt fleira.