Kennarar

Margrét óskarsdóttir - Madda 

Netfang: Maddaosk@gmail.com

Margrét Óskarsdóttir útskrifaðist frá The American Academy of Dramatic Arts sem leikari árið 1993 og kláraði BA í leiklist og kvikmyndagerð frá Hunter College árið 2000. Hún vann við gerð sjónvarpsauglýsinga í New York til ársins 2008. Margrét hefur einnig unnið við leikstjórn bæði í New York og hérna heima. 

Frá því Margrét flutti heim árið 2008 hefur hún kennt í Námsflokkum Reykjavíkur.  Þar hefur hún kennt list- og verkgreinar, leiklist, hreyfimyndagerð, silfursmíði, kvikmyndagerð, grafík og fleira. 

Vorið 2015  útskrifaðist Margrét úr Fab Academy  frá MIT, Boston.  Það nám veitir réttindi til að reka og leiðbeina í Fab lab, þar sem er unnið  með tölvutengda tvívíddar- og þrívíddar hönnun, þrívíddarprentun, leiserskera, vínylskera og tölvustýrða fræsara svo eitthvað sé nefnt.  Stór hluti námsins var að skrá allt ferlið á vefsíðu. Hér er linkur á FabAcademy vefsíðu Margrétar.

Sigríður Helga Hauksdóttir - Sigga Helga

Netfang: shelga@gmail.com

Sigríður Helga útskrifaðist sem þrívíddarhönnuður frá Brunel University í Bretlandi árið 1996.  Frá árinu 2003 hefur hún kennt myndlist, mótgerð, keramik, hönnun og hugmyndavinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.  Frá árinu 2008 hefur hún verið verkefnastjóri yfir list- og verkgreinum í Námsflokkum Reykjavíkur.  Þar kennir hún meðal annars silfursmíði, grafíska hönnun, silkþrykk, útskurð, keramík, gler, málun og teikningu.

Verkefni Sigríðar í gegnum árin eru af allskyns toga, 1997 stofnaði hún í félagi við vin sinn Web Solution.co.uk  og vann við vefhönnun og sem animator. Síðar starfaði hún við gerð markaðsefnis og sem vefstjóri fyrir Hafmynd, Kögun og Skýrr. 

Jafnframt þessu hefur hún starfað sem myndlistamaður og sjálfstætt starfandi hönnuður. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum með verk sín.

Vorið 2015 útskrifaðist Sigríður frá Fab Academy - “How to make almost anything” frá MIT, Boston.  Það nám veitir réttindi til að reka og leiðbeina í Fab lab.  Í Fab lab er m.a. unnið  með tölvutengda tvívíddar- og þrívíddar hönnun, þrívíddarprentun, leiserskera, vínylskera og tölvustýrða fræsara.  Stór hluti námsins var að skrá allt ferlið á vefsíðu. Hér er linkur á FabAcademy vefsíðu Sigríðar.