Verkdagbók

Áfanginn Hönnunar- og tilraunasmiðja í Fag lab er 80 klst eða 120 kennslustundir.  Hægt er að fá hann metinn til allt að 10 einingum í framhaldskóla.  Til þess að það sé hægt verður að liggja fyrir ýtarleg verkdagbók  sem bæði sýnir og sannar þá þekkingu og hæfni sem unnist hefur í áfanganum.

Við munum leggja áherslu á rafræna verkdagbók í formi vefsíðu þar sem þið munuð halda utan um verkefnin og árangurinn.

Við mælumst til að þið notist við google sites til að búa til heimasvæði ykkar.  Það er bæði frí og einstaklega einföld leið til að setja upp vefsíður á mettíma.  WordPress er einnig mjög einfaldur kostur til að vinna vefsíðu, ykkur er frjálst að fara þá leið en athugið að við höfum minni reynslu af WordPress og ættum því auðveldar með að aðstoða í Google Sites.  Her er linkur á góða kennslusíðu fyrir Google Sites