Verkefni 2 - LEISERSKERI

Hannað fyrir leiserskera - skurður, röstun og smellismíði

Annað verkefni áfangans er mjög viðamikið en það má segja að það sé fjórþætt:


ANNAÐ

NÁMSMAT

AÐALMARKMIÐ

Að kynna sér sem flest forriti.

Að læra á leiserskerann.

Að læra stencil hugsun og röstun.

Að læra smellismíði.

Að skrásetja allt ferlið.

Við metum verkefni tvö sem 16 stig.

Hafið í huga að þó við séum að kynna okkur önnur forrit  þá gæti niðurstaðan verið sú að þið myndð vilja vinna smellismíðina í Inkscape og það er auðvitað í lagi.

Efnið sem við vinnum mest með í þessum hluta er 4mm þykkar mdf plötur og pappi.  Ef þið viljið hanna fyrir önnur efni eins og t.d. leður, kork eða textíl komið þá endilega með þau.  Ekki allt plast hentar til skurðar þar sem það getur bráðnað.  Hér er linkur á hvaða efni henta í leiserskerann.

Hönnunarferli fyrir röstun og skurð:

Í leiserskeranum er bæði hægt að skera út og rasta.  Skurður skýrir sig að mestu sjálfur en röstun þýðir að vélin sker ofan í efnið án þess að fara í gegn, þannig að leiserinn teiknar mynd með því að brenna burt mismikið af efsta laginu .  

Í þessum hluta verkefnisins erum við að leggja áherslu á að allir læri að skera út einfaldan hlut í leiseskeranum og læri að rasta.  Til að uppfylla það er hægt að hanna einn hlut sem sameinar röstun og skurð eða hanna tvo eða fleiri hluti sem sýna fram á þekkingu á þessum mismunandi aðferðum. Ykkur er fullkomlega frjálst að hanna hvað sem er í þessum hluta verkefnisins.  Hafið í huga að hægt er að rasta á allskyns efnivið og líka er hægt að rasta á þvívíddarhluti.  Hér neðst á síðunni er að finna innblástur sem við höfum tekið saman.

Inkscape henntar vel í þessu verkefni sem og myndvinnsluforritið Gimp.

Í þessum hluta er mikilvægt að átta sig á því sem kjósum að kalla stensil-hugsunargang.  þ.e. að hlutir sem við  hönnum og skerum út haldist saman eftir skurðinn.  Einfalt dæmi um þetta er t.d. að við ætlum að skera út texta í plötu.  Við teiknum stafina O og A.  Ef við skerum þá út óbreytta þá mun innvolsið úr þeim detta út, þ.e. O-ið verður þá bara eitt kringlótt gat og í A-ið vantar littla þvíhyringinn.  Þetta er mjög einfalt að leysa.  Við einfaldlega tengjum allt saman sem á að halda sér:  allt hvítt í myndinni þarf að snertast.


Hönnunarferli fyrir smellismíði:

Smellismíði (PressFit) er einfaldlega sú tækni að  hanna hluti þannig að þeir smelli og tolli saman án líms eða nagla.

Velið eitt af eftirfarandi verkefnum og hannið með smellismíði í huga:


Byrið á að gera rannsóknarvinnu.  Skoðið á netinu hvað heillar ykkur og hvað ykkur finnst virka vel.  Sjá innblástur hér að neðan.

Fléttið inní verkefnið ykkar viðbótarþema til að vinna út frá.   Þetta viðbótar þema getur verið hvað sem er.  Sem dæmi um þemu:  pönk, sjávarlífverur, handbolti, útsaumur, barnaherbergi, hreinlega hvað sem er.  Gott getur verið að prófa eitt þema og reyna vel á það, skipta svo um og reyna fyrir sér með annað viðbótarþema.  Með þessum hætti tekst okkur að hanna frá eigin brjósti og hugmyndir okkar litast af okkar áhuga og sköpunargleði.

Skoðið efniviðin. Reynið að gera ykkur í hugarlund hvaða efniviður færi verkefninu vel.  Til að vinna hönnina áfram munum við nota pappír, pappa og mdf til að gera frumgerðir, (prótótýpur)  Þegar þið eruð sátt við hönnunina þá gætuð þið gert hönnunina í endanlegt efni.

Athugið að ef þið hafið nú þegar sterkar hugmyndir að öðru smellismíðaverkefni sem ykkur langar að framkvæma þá erum við vissulega opnar til viðræðu um það.

Forrit:

Forritin sem hér eru upptalin eru af ólíkum toga og hvert og eitt hentar mismunandi verkefnum.  Öll forritin eru frí.

Við biðjum ykkur nú að hlaða sem flestum af þeim niður og prófa ykkur áfram með þau.  Einblínið svo á það forrit sem hentar verkefninu ykkar best.  Ef þið eruð í vafa, spjallið þá við okkur og við finnum út úr því saman hvað hentar best.   

Hér kemur upptalning og stutt kynning á forritunum og svo er kennsluefni þeim tengt að finna undir KENNSLUEFNI- FORRIT.

Leiserskeri:

Í Fab labinu hér í Reykjavík erum við svo lánsöm að hafa tvo leiserskera.  Þeir eru báðir að  tegundinni Epilog Mini 24.  Undir síðunni KENNSLUEFNI -TÆKI  er að finna síðu með leiðbeingum sem við höfum tekið saman um græjuna: LEISERSKERI.  

Innblástur:

Það er alltaf gott þegar maður byrjar að hanna fyrir verkefni eins og þetta að verða sér út um innblástur og gera örlitla rannsóknarvinnu í byrjun.  

Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur á Pintrest í þessum áfanga. Einfaldlega vegna þess að þar er svo einfallt fyrir okkur að safna saman ólíkum innblæstri alls staðar af netinu á einum stað.   

https://www.pinterest.com/sigrhelga/cnc/  - Húsgögn, smellismíði

https://www.pinterest.com/sigrhelga/laser-cutting-inspiration/   Almennur  innblástur fyrir leiserskurð

Það getur líka verið áhugvert að googla í myndaleit  orð eins og:

laser cutting inspiration

laser cutting raster

Laser cut paper

laser cut lighting

laser cut furniture

Laser cut shelves

Laser cut boxes

Cardboard furniture

flatpack furniture

plywood furniture

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér betur beygjanlegan við (flexible wood) þá eru hér nokkrir hlekkir:

http://www.instructables.com/id/Curved-laser-bent-wood/ - góð grein sem tekur saman tilraunir með beigjanlegan við. Hér er líka hægt að hlaða niður hönnunarskrám höfundar.

http://www.deferredprocrastination.co.uk/blog/category/def-proc/lattice-hinges/ góð samantekt, fer djúpt í saumana.

Orð til að google í þessu samhengi eru: lattice hinges, flexures  og flexible wood.