Efni og efniskostnaður

Innifalið í námskeiðinu er helsti efniviður sem þarf til að vinna verkefnin. 

4mm þykkar MDF plötur, pappír og pappi er  innifalið, sem og svarta og hvíta filman - bæði vegg- og fatafilma. Ef þið óskið eftir öðrum litum þá er ykkur frjálst að versla beint af Fab Lab sem reynir að selja allan efnivið sem næst kostaðarverði. (Sjá verðlista  á geymsluhurð í Fab labinu)

Í fyrsta verkefninu ætlum við að þrykkja á föt.  Við biðjum ykkur því um að koma með flíkur af heiman, þær mega vera af öllum toga, gamlar eða nýjar, margar eða fáar.  Sem sagt fatnaður er ekki innifalinn í námskeiðinu.  

Allur hugbúnaður sem við notum er frjáls hugbúnaður eða Freeware, sem þýðir að hann er frír og hægt að hlaða honum niður og setja upp heima. 

Efniskostnaður fyrir lokaverkefni er EKKI innifalinn ef nota á önnur efni en talin hafa verið upp hér að framan. Það er því um að gera að vera með opin augun fyrir allskyns  fundnum/endurnýtalegum efnivið. T.d. ef þið hafið í huga að búa til lampa, hafði þá augun opin fyrir gömlum lömpum sem þið getið nýtt perustæði úr o.s.frv.