Leiserskeri

Leiðbeiningar með leiserskera

Í Fab labinu hér í Reykjavík erum við svo lánsöm að hafa tvo leiserskera að  tegundinni Epilog Mini 24. Leiserskerinn tekur mest 300mm x 600mm plötur. Leiserskerinn getur skorið í gegnum allt að 5mm þykku efni, allt þykkara efni verður að gera tilraunir með. Hægt er að rastera á mun þykkra efni og þríviða hluti.

Leiser skeri leiðbeiningar Skriflegar leiðbeiningar á íslensku. Neðst eru leiðbeiningar um röstun á þrívíddarhluti.

Kennslumyndband frá vestmanneyjum sem sýnir hvernig á að nota leiserskerann:  Ath að hann er að sýna eldri gerð af skera en þeir virka eins.  Hér þarf ekki að kveikja á frásogsviftu þar sem hún er alltaf í gangi.  Hins vegar verðum við að muna að kveikja á loftpressunni

Leiserskurður: Hér er hlekkur á síðu sem Frosti í Vesmannaeyjum hefur tekið saman um Leiserskerann. Þetta er mjög góð og ítarleg síða og útskýrir vel um þau mismunandi efni sem við getum notað. Það er þó ýmislegt sem á bara við um leiserskerann í Vestmannaeyjum.

Epilog Laser Techncal Library. Leiðbeinngar um hvernig hægt er að nota leiserskera til þess að grafa í efni (3D Engraving).