Verkefni 1- VÍNYLSKERI

Hannið ykkar eign persónulegu grafík sem þið svo skerið út í vínylskeranum.

Fyrsta verkefni áfangans er þríþætt:

ANNAÐ

NÁMSMAT

AÐALMARKMIÐ

Að læra á forritið Inkscape sem er tvívíddar vectorforrit.

Að kynnast Fab labinu og sjá hvað það hefur uppá að bjóða.

Að læra á vínylskerann

Að læra frágang á veggfilmu og fatafilmu

Að setja upp einfalda vefsíðu/verkdagbók

Við metum fyrsta verkefnið sem 8 stig.

Hafið í huga að í fyrstu tímunum er hugsunin að þið náið að leika ykkur með forritið Inkscape og að þið lærið með því að fikta og fikra ykkur áfram og fylgja kennslumyndböndum.

Hönnunarferlið:

Það er oft gott þegar maður byrjar að hanna fyrir verkefni eins og þetta að verða sér út um innblástur og gera örlitla rannsóknarvinnu í byrjun.  

Hægt er að googla í myndaleit orð eins og t.d.: Wall sticker , vector +eitthvað, eða t-shirt design.   

Athugið að þetta er einungis hugsað sem innblástur, út frá þessu komið þið svo með ykkar eigin persónulegu hönnun.  T.d. ef þið hafið áhuga á að setja texta á vegg, skoðið þá texta sem veita ykkur innblástur, ljóð, lagatexta eða annað sem snertir við ykkur.  Þegar maður ætlar að fara að hanna herðatré skoðar maður ekki endilega önnur herðatré, heldur allt aðra hluti eins og sjávarlífverur eða hesta og fær þaðan innblástur sem maður tengir við sýna herðatréshönnun.

Skoðið hvernig þið getið umbreytt ljósmyndum með “trace bitmap” (sjá myndband á Inkscape síðunni) Svo getið þið auðvitað unnið texta og jafnvel hannað ykkar eigin logo.  Hér neðst á síðunni er að finna innblástur til skoða.  

Inkscape kennsluefni:

Í þessu verkefni er ein aðaláherslan að læra á vector forrit eins og Inkscape. Flest öll tækin í Fab lab vilja fá vector pdf skrár, það form skilja þau best. Það er því mikilvægt að læra vel á Inkscape. Við höfum tekið saman kennsluefni sem við mælum með að þið kynnið ykkur vel. Kennsluefnið er að finna á undirsíðu undir Kennsluefni: INKSCAPE

Gott er að byrja á að velja sér einn af spilununarlistunum sem við teljum upp fyrst á síðunni þar sem er verið að kenna á Inkscape frá grunni. Eftir að maður hefur lokið við að fara í gegnum slíkt nám þá er gott að snúa sér að því að fikta sig áfram og byrja að vinna í forritinu.

Vínylskeri:

Í þessu verkefni erum við að einblína á vínylskerann. Við lærum að undirbúa skjöl fyrir hann þannig að hann skynji teikningarnar sem skurðarlínur. Við lærum einnig á græjuna sjálfa. Á INKSCAPE kennslusíðunni er að finna leiðbeiningar hvernig við vinnum skjölin, en leiðbeiningar með vínylskeranum sjálfum er að finna á undirsíðunni: VÍNYLSKERI

Hér er svo innblástur til að skoða

límmiðar:

https://www.pinterest.com/sigrhelga/stickers/

Svo er líka hægt að googla eftirfarandi og skoða myndaniðurstöðunar: