LOTA I - verkefni

Í lotu 1 er aðaláherslan á að læra á sem flest tæki í Fab labinu.  Verkefnin í lotu1 miða að því að fólk nái færni í að vinna með bæði hugúnaðinn sem þarf til sem og tækin sjálf.  

Lögð verða fyrir hönnunarverkefni sem miða að því að námsmenn læri að undirbúa teikningar í tvívíðu vektor-teikniforritum og læri að undirbúa skjöl m.a. fyrir leiserskera og vínylskera.  

Í seinni hluta fyrstu lotu verða lögð fyrir hönnunarverkefni þar sem námsmenn læra að teikna í þrívídd og undirbúa teikningar í þrívíddar teikniforritum og læri að undirbúa skjöl fyrir þrívíddarprentun og/eða mótagerð.