• Þverfagleiki

  • Teymisvinna hentar vel í þverfaglegri nálgun. Rannsóknir (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2017) hafa sýnt fram á að starfsfólk í teymisskólum upplifa að þeir fái meiri stuðning frá skólastjórnendum heldur en í hefðbundinni nálgun og að samskipti við nemendur gangi betur. Að þróunarstarf sé umfangsmeira og innleiðing breytinga gangi betur. Að lýðræðislegri stjórnunarhættir ríki í skólanum. Nemendur upplifðu kennarana jákvæðari í sinn garð og að raddir nemendanna væru sterkari.

  • Monodisciplinary eitt fag er notað til að leysa vandamál.
    Multidisciplinarity einkennist af þátttöku ólíkra faggreina, en sjónarhorn hverrar greinar er haldið til haga og hver kennari hlúir að sinni grein.
    Þverfagleiki (Interdisciplinarity) einkennist af samvinnu milli ýmissa fræðigreina sem leiða til samþættingar gagna, aðferða, tækja, hugtaka og kenninga og stundum verða til nýjar aðferðir, hugtök eða kenningar.
    Þverfagleg yfirfærsla þekkingar (Transdisciplinarity) þýðir að nálgunin felur í sér samspil milli ólíkra sviða, bæði fræðisviða og samvinnu við ólík svið atvinnulífsins og samfélagsins þar sem allir vinna að því að leita lausna saman (Rice, 2013).